Úthlutununarreglur FHF, samþykktar á aðalfundi félagsins 4. júní 2019. Endurskoðaðar á aðalfundi 7. júní 2022.
1.0 Skipting tekna vegna opinbers flutnings í útvarpi
Fyrst skal frá dreginn rekstrarkostnaður FHF og þeir fjármunir sem stjórn FHF samþykkir að ráðstafa til verkefna sem stjórn telur að nýtist hljómplötuframleiðendum á breiðum grundvelli.
Sé til staðar hjá útvarpsstöðvum viðurkennt skráningarkerfi sem mælir nákvæmlega alla spilun eftir framleiðeindum skal hlutur hvers framleiðanda reiknaður og greidddur út frá þeim upplýsingum.
Þessi regla hefur það í för með sér að tekjum frá útvarpsstöðvum skal skipt og skal greiða út, sundurgreint eftir tekjum frá hverri útvarpsstöð. Tekjur sem berast frá útvarpsstöðvum sem ekki skrá spilun á fullnægjandi hátt skal skipt samkvæmt reikniformúlu í grein 2.0 hér að neðan.
Fyrir erlenda spilun hjá RÚV er greidd ákveðin föst fjárhæð árlega samkvæmt ákvæði í samningi við RÚV. Hjá öðrum útvarpsstöðvum er byggt á þeim forsendum að hlutfall íslenskrar tónlistar í allri spilun tónlistar nemi að meðaltali 30%, en erlend tónlist nemi um 30% og bandarísk tónlist og önnur tónlist sem ekki nýtur verndar eða greitt er fyrir nemi 40%. Af því leiðir að 60% allrar tónlistar telst vernduð tónlist og greiða útvarpsstöðvar fyrir not hennar samkvæmt Rómarsáttmálanum frá 1961 og gildandi höfundalögum. Samkvæmt framangreindum forsendum rennur því helmingur af tekjum frá öðrum útvarpsstöðvum en RÚV til erlendra rétthafa.
Framangreindum tekjum vegna spilunar erlends verndaðs efnis hjá RÚV og öðrum útvarpsstöðvum verður dreift til til erlendra frameiðenda eða lögmætra umboðsmanna þeirra sem til þess gera kröfu samkvæmt þeim reglum sem FHF setur þar að lútandi.
Heimilt er að breyta framagreindum forsendum komi fram nýjar upplýsingar sem talið er að kalli á breytingar á þeim.
2.0 Skipting annarra tekna fyrir not sem ekki verða mæld á sama hátt og fram kemur í grein 1.0. (vegna opinbers flutnings í verslunum og víðar – STEF innheimta).
Ofangreindum tekjum verður skipt á sömu forsendum um hlutfall verndaðrar/innlendrar/erlendrar tónlistar sbr. grein 1.0 og á eftirfarandi hátt:
1. Fyrst skal frá dreginn rekstrarkostnaður FHF og þeir fjármunir sem stjórn FHF samþykkir að ráðstafa til verkefna sem stjórn telur að nýtist hljómplötuframleiðendum á breiðum grundvelli.
2. 50% þeirra tekna sem eftir standa skiptast eftir sameinaðri úthlutunarformúlu spilunar þeirra útvarpsstöðva sem skila inn fullnægjandi skráningu.
3. 50% þeirra tekna sem eftir standa skiptast samkvæmt úthlutunarformúlu spilunar hjá RÚV, hlutfallslega skipt samkvæmt greiðslum sem berast til SFH vegna spilunar á Rás 1 og Rás 2.
3.0. Skipting tekna frá IHM (Innheimtumiðstöð gjalda)
Ofangreindum tekjum verður skipt á eftirfarandi hátt:
1. Fyrst skal frá dreginn rekstrarkostnaður FHF og þeir fjármunir sem stjórn FHF samþykkir að ráðstafa til verkefna sem stjórn telur að nýtist hljómplötuframleiðendum á breiðum grundvelli.
2. Þeim tekjum sem eftir standa skal skipta samkvæmt hlutdeild rétthafa í upplagseftirliti þeirra tíu ára sem liðu á undan því ári sem greitt er fyrir. Einungis skal miðað við upplagseftirlit efnislegra eintaka.
4.0. Óúthlutað fé.
Það fé sem ekki finnast rétthafar fyrir eða ekki er sótt er lagt inn á sérstakan reikning sem haldið er í 3 ár frá þeim degi sem féð var innborgað. Árlega skal auglýst opinberlega til að ná til framangreindra rétthafa. Að þremur árum liðnum er stjórn FHF heimilt að ráðstafa óúthlutuðu fé til a) sameiginlegra verkefna og/eða b) til rétthafa. Komi til b) skal miða við innbyrðis hlutdeild rétthafa í opinberum flutningi ársins sem um ræðir samkvæmt reglu 2. Framangreindar ráðstafanir á óúthlutuðu fé eru háðar samþykki aðalfundar.
5.0. Sönnun réttar.
Rétthöfum ber að sýna fram á rétt sinn til flutningsréttinda með því að fylla út eyðublað sem sent er SFH þar sem fram koma nafn/nöfn rétthafa sem rétt eiga til flutningsréttinda vegna viðkomandi útgáfu. Sé vafi á rétti viðkomandi aðila getur SFH krafist þess að sjá samninga aðila. Sá sem gefur rangar upplýsingar um réttindi er ábyrgur fyrir endurgreiðslu á því fé sem viðkomandi hefur verið greitt á grundvelli slíkrar upplýsingagjafar.
6.0. Fyrning kröfuréttar.
Réttur hljómplötuframleiðanda til að krefjast greiðslu frá FHF fyrnist á 4 árum frá næstu áramótum eftir að viðkomandi fé er greitt til SFH.
7.0. Tíðni úthlutana-auglýsing.
Stefnt skal að því að úthluta tekjum sem berast FHF eins fljótt eftir innborgun frá SFH og kostur er. Auglýsa skal í dagblaði sem dreift er á öllu landinu í maí mánuði ár hvert þar sem hljómplötuframleiðendum er bent á að gera kröfu til FHF vegna flutningsréttinda viðkomandi aðila.
8.0. Framkvæmd úthlutunar.
Stjórn FHF skal annast framkvæmt framangreindra reglna og gera tillögur um breytingar ef þurfa þykir og bera þær undir aðalfund til samþykktar.
9.0. Gildístími.
Reglur þessar taka gildi þegar þær hafa verið samþykktar á aðalfundi FHF og gilda þar til aðalfundur ákveður annað.