Félag hljómplötuframleiðenda staðfestir söluviðurkenningar samkvæmt eftirfarandi viðmiðum.
Breiðskífur og smáskífur – samanlögð seld eintök í föstu formi, niðurhali og í streymis eintökum á Íslandi:
- Gullplata: sala yfir 2.500 eintök
- Platínuplata: sala yfir 5.000 eintök
- Tvöföld platínuplata: sala yfir 10.000 eintök
- Þreföld platínuplata: sala yfir 15.000 eintök – og svo framvegis
- Demantsplata (10 x platínuplata): sala yfir 50.000 eintök
Gildir fyrir allar plötur gefnar út frá og með 1. janúar 2018.
Plötur sem komu út fyrir 1. janúar 2018 fylgja þeim viðmiðum sem voru í gildi þegar útgáfa átti sér stað. Sjá neðar á síðunni.
Stök lög í streymi:
- Gull: meira en 750.000 streymiseiningar á Íslandi
- Platína: meira en 1.500.000 streymiseiningar á Íslandi
- Tvöföld platína: meira en 3.000.000 streymiseiningar á Íslandi – og svo framvegis
Gildir fyrir öll ný stök lög gefin út frá og með 1. janúar 2021.
Stök lög sem komu út fyrir 1. janúar 2021 fylgja þeim viðmiðum sem voru í gildi þegar útgáfa átti sér stað. Sjá neðst á síðunni.
Viðmið fyrri tíma – samanlögð seld eintök í föstu formi, niðurhali og í streymis eintökum á Íslandi:
Breiðskífur og smáskífur sem komu út frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2017:
- Gullplata: sala yfir 3.500 eintök
- Platínuplata: sala yfir 7.000 eintök
- Tvöföld platínuplata: sala yfir 14.000 eintök – og svo framvegis
Breiðskífur og smáskífur sem komu út frá 1. janúar 1994 til 31. desember 2014:
- Gullplata: sala yfir 5.000 eintök
- Platínuplata: sala yfir 10.000 eintök
- Tvöföld platínuplata: sala yfir 20.000 eintök – og svo framvegis
Breiðskífur og smáskífur sem komu út frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1993:
- Gullplata: sala yfir 3.000 eintök
- Platínuplata: sala yfir 7.500 eintök – á þessu tímabili var Platínu viðmið 150% hærra en gull
- Tvöföld platínuplata: sala yfir 15.000 eintök – og svo framvegis
Breiðskífur og smáskífur sem komu út frá 1. janúar 1975 til 31. desember 1986:
- Gullplata: sala yfir 5.000 eintök
- Platínuplata: sala yfir 10.000 eintök
- Tvöföld platínuplata: sala yfir 20.000 eintök – og svo framvegis
Breiðskífur og smáskífur sem komu út fyrir 31. desember 1974:
- Viðmið óljós og ósamræmd. Dæmi eru þó um afhendingar á gullplötum fyrir 2.500 eintaka sölu.
Stök lög sem komu út fyrir 1. janúar 2021:
- Gull: meira en 500.000 streymiseiningar á Íslandi
- Platína: meira en 1.000.000 streymiseiningar á Íslandi
- Tvöföld platína: meira en 2.000.000 streymiseiningar á Íslandi – og svo framvegis