Helstu niðurstöður Markaðsskýrslu FHF vegna 2019

 • Heildarverðmæti sölu tónlistar á Íslandi árið 2019 þau hæstu frá upphafi.
 • Streymi á tónlistarveitum nemur nú 89% af heildarverðmætum.
 • Tekjur af streymi hafa næstum sjöfaldast frá árinu 2014.
 • Um það bil 100.000 greiðandi áskrifendur að streymisveitum.
 • Íslensk tónlist er um 19% af tónlist sem streymt er á Spotify á Íslandi.
 • 7 af 10 og 12 af 20 mest streymdu plötunum árið 2019 voru íslenskar.
 • Billie Eilish átti mest streymdu breiðskífuna og mest streymda lagið.
 • Floni átti mest streymdu íslensku breiðskífuna en Herra Hnetusmjör og Huginn mest streymda íslenska lagið.
 • Íslenskar hljómplötur um það bil 68% verðmæta sölu á CD og vínyl.
 • Íslensk tónlist um það bil 23% heildarverðmæta streymis og eintakasölu. Lægsta hlutfall íslenskrar tónlistar á þessari öld.
 • Júníus Meyvant átti söluhæstu hljómplötuna á árinu 2019.
 • Vínylplötur telja nú 72% verðmæta eintakasölu erlendrar tónlistar á Íslandi.
 • Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa hækka milli ára – annað árið í röð eftir stöðugan samdrátt frá 2011 .

Markaðsskýrsluna í heild má sjá hér.